Auglýsing

Telur að einn alræmdasti fjöldamorðingi Bandaríkjanna hafi myrt Teresu Halbach

Heimildarþáttaröðin Making a Murderer hefur slegið í gegn eftir að hún datt inn á Netflix í desember. Ef þú ert ekki búin/n að horfa á hana ættirðu að hætta að lesa þegar í stað og byrja.

Allavega.

Eitt af því versta við þættina er að þeir svara ekki með óyggjandi hætti hver myrti Teresu Halbach. Þó að þættirnir bendi til þess að Steven Avery sé saklaus halda því margir fram að hann sé morðinginn. En ef hann myrti hana ekki, hver gerði það þá?

Nú hefur skotið upp kollinum John Cameron, fyrrverandi varðstjóri og starfsmaður FBI. Hann telur að fjöldamorðinginn Edward Wayne Edwards hafi myrt Teresu Halbach og hefur fært ýmis rök fyrir því. Hlustaðu á útskýringar hans í mynbandinu hér fyrir ofan.

Edwards þessi ku hafa verið alræmdur fyrir að koma sökinni á annað fólk eftir að hann framdi skelfilega glæpi og var með fjölmiðlaathyglina sem fylgdu morðmálum á heilanum. Samkvæmt umfjöllun á vef Uproxx valdi hann stundum fórnarlömb sín eftir því sem hann las í dagblöðum.

Edwards lést árið 2011 en þá hafði hann verið dæmdur fyrir fimm morð. Talið er að hann hafi framið fleiri morð og sumir telja að hann beri ábyrgð á nokkrum morðmálum sem hafa aldrei verið leyst en hafa vakið mikla athygli; svo sem Zodiac-morðin, mál West Memphis Three-drengjanna ásamt morðunum a Chandra Lee og Jon Benet Ramsay.

Og Cameron telur að Edwards sé sá sem myrti Tereus Halbach.

Hann tiltekur ýmislegt eins og að Edwards hafi búið í klukkutíma fjarlægð frá Steven Avery þegar morðið var framið. Þá finnst honum ýmislegt við morðið sjálft benda til þess að Edwards hafi verið að verki.

Loks ku Edwards oft láta sjá sig í réttarhöldum fórnarlamba sinna. Cameron birtir þessa mynd úr Making a Murderer og veltir fyrir sér hvort þarna fyrir aftan sé Edwards mættur.

Hlustaðu á rökstuðning Cameron í spilaranum hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing