Auglýsing

Telur að fleiri börn búi við óöryggi, kvíða og vanrækslu ef áfengisfrumvarp verður samþykkt

Þingmaður Bjartrar framtíðar er sannfærður um að fleiri börn og ungmenni þurfi að alast upp við aðstæður þar sem uppeldi þeirra og aðbúnaður er spillt af ofneyslu og misnotkun áfengis ef aðgangur að áfengi verður gefin frjáls. Hann segist ekki tilbúinn að taka þá áhættu.

Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, var í lok febrýar afgreitt í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Verði frumvarpið samþykkt verður áralöng einokunarverslun ríkisins á áfengi afnumin.

Sjá einnig: Níu hlutir sem breytast ef áfengi fer í matvöruverslanir

Páll Valur Björnsson segir í grein á vef Víkurfrétta að fleiri börn þurfi að búa við óöryggi og kvíða, vanrækslu og jafnvel ofbeldi í stað þess að njóta æskunnar og geta einbeitt sér að því að byggja sig upp fyrir lífið ef sala á áfengi verður gefin frjáls.

Er æskilegt að rauðvín og bjór sé stillt upp í matvöruverslunum með súrmjólk, ávaxtasafa og kartöflum? – Ég held ekki.

Páll Valur segist byggja skoðun sína í þessu máli á spurningunni hvað sé börnunum fyrir bestu.

Sjá einnig: Foreldrasamtök tefla fram barni í baráttu gegn áfengisfrumvarpinu

„Okkur er treyst fyrir börnunum, öllum börnum okkar og annarra og við berum saman ábyrgð á því að búa þannig að þeim og skila þeim þannig út í lífið að þau geti orðið heilsteypt fólk sem byggir hér upp gott samfélag þar sem allir fá tækifæri til að þroskast, höndla hamingjuna og taka virkan þátt í að móta framtíðina,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing