Auglýsing

Telur að íslenskir unglingar séu að færa sig frá áfengi yfir í læknadóp

„Það er ekki það að neysla ungmenni sé búin að minnka. Þau eru bara ekki að drekka og eru frekar að byrja á neyslu á harðari efnum,“ segir Óskar Páll Sturlaugsson í viðtali við hlaðvarpsþáttinn „Norræn karlmennska“ á hlaðvarpsveitunni Brotkast.

Óskar Páll byrjaði sjálfur að neyta áfengis 16 ára gamall en var fljótur að færa sig yfir í neyslu á harðari fíkniefnum á borð við ópíóða. Óskar Páll er á batavegi frá fíknisjúkdómi sínum en í viðtalinu gagnrýnir hann þær „gleðifréttir“ sem meðal annars Nútíminn greindi frá fyrr í mánuðinum þar sem fram kemur að unglingadrykkja hafi hrunið síðustu 30 ár þrátt fyrir auðveldara aðgengi.

Unglingadrykkja hrunið síðustu 30 ár þrátt fyrir auðveldara aðgengi

„Það sem er mjög vinsælt núna meðal 14 til 16 ára unglinga er læknadóp. Oxykódein, þessi geðlyf, þessi deyfilyf og svo náttúrulega líka grasneyslan en drykkjan er ekkert það vinsæl lengur. Annað líka – þegar ég var að byrja fyrir 10 árum þá myndi ég segja að 10-20% af fólki sem maður hitti á fundum var að byrja í neyslu 14 til 16 ára. Núna myndi ég segja að það séu svona 60% af fólkinu sem eru að koma inn,“ segir Óskar Páll sem vill meina að fólk átti sig ekki á því hvert ástandið er á meðal ungmenna á Íslandi.

„Þetta er þróunin.“

Brotkast er efnisveita þar sem dagskrárgerðarmenn eru óháðir auglýsendum og svara eingöngu til áskrifenda sinna.

„Þannig bjóðum við upp á heilbrigðari umræðu sem verður ekki nauðbeygð undir háværan hóp róttæklinga á Twitter,“ segir á YouTube-síðu Brotkasts – þar sem myndskeið úr viðtalinu birtist.

Nútíminn fékk góðfúslegt leyfi til að deila henni með ykkur. Til þess að horfa eða hlusta á allt viðtalið þá þarftu áskrift en það er hægt að næla sér í hana með því að smella hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing