Auglýsing

Telur Morgunblaðið ala á hatri í garð hælisleitenda með villandi fréttaflutningi: „Í undirmeðvitund okkar smýgur þetta: flóttafólk er hættulegt“

Í Morgunblaði gærdagsins birtist á forsíðunni frétt um hælisleitanda sem safnaði sýru úr rafgeymum. Frétt Morgunblaðsins hefur vakið mikla athygli en í athugasemdum við fréttina á vefnum mbl.is hafa margir látið ljótar athugasemdir falla í garð hælisleitanda.

Í fréttinni segir að öryggisvörður á Ásbrú hafi fundið sýru úr rafgeymum bifreiða sem maðurinn hafi verið að safna í brúsa. Hælisleitandanum hafi verið vísað úr landi um leið og endanleg niðurstaða hafi legið fyrir í hælisumsókn hans. Morgunblaðið beið hisnvegar með það í tólf klukkustundir að birta ítarlegri frétt um málið þar sem kemur fram að aldrei hafi komið til þess að lögregla væri með bein­um hætti kölluð til vegna máls­ins. Þar kemur einnig fram að það sé mat yfirlögregluþjóns að safnarinn hafi ekki haft í hyggju að skaða nokkurn.

Sjá einnig: Þórður Snær gagnrýnir fréttaflutning Morgunblaðsins: „Skrýtið en ekki ólöglegt“

Þórður SnærJúlíusson, ritstjóri Kjarnans, benti á það á Twitter í gær að það að safna rafmagnssýru á brúsa sé ekki ólöglegt, þó svo að það sé skrýtið. Þá telur hann svo að Morgunblaðið gefi í skyn með framsetningu sinni hver ætlun mannsins hafi verið. Að lokum finnt Þórði undarlegt að það þurfi að taka fram að honum hafi verið vísað úr landi eftir að umsókn hans hafi verið hafnað, það sé gert við alla.

Twitter-notandinn PalliH tók málið saman í þræði á miðlinum þar sem hann birtir meðal annars athugasemdir við fréttina og ummæli frá Ásmundi Friðrikssyni. Palli telur að afleiðingarnar af slíkum fréttaflutningi séu ekki góðar.

„Rasistalið mun henda á milli sín næstu misserin flökkusögunni af hælisleitandanum sem ætlaði að drekkja fjallkonunni í sýru. Og inn í undirmeðvitund okkar hinna smýgur þetta: flóttafólk er hættulegt. Takk fyrir ekkert, Morgunblaðið,“ skrifar hann.

https://twitter.com/pallih/status/1136401600610799616

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing