Íbúar í Nuuk á Grænlandi komu saman fyrir utan ræðismannsskrifstofu Íslands í borginni í kvöld og tendruðu ljós fyrir Birnu Brjánsdóttur.
Frá þessu er greint á fréttamiðlinum Sermitsiaq en þar er greint frá því að Birna hafi fundist látin fyrr í dag.
Tveir grænlenskir sjómenn eru grunaðir um að hafa ráðið Birnu bana.
Sjá einnig: Telja líkur á að Birnu hafi verið ráðinn bani í bílnum, líkinu mögulega hent í sjóinn á öðrum stað
Rætt er við Aviaju E. Lynge sem átti hugmyndina að viðburðinum. Hún segir að mál Birnu hafi haft djúpstæð áhrif áhana líkt og aðra landsmenn.
Lynge útskýrir að við aðstæður sem þessar, þetta eitthvað jafn hræðilegt og þetta gerist, líði manni eins og maður geti lítið gert.
Hún hafi viljað sýna íslensku þjóðinni samkennd og lagt þetta til á Facebook-síðu sinni.
Hugmyndin var fljót að breiðast til annarra bæja í landinu og hafa íbúar í Qaqortog og Tasiilaq einnig hist og tendrað ljós fyrir Birnu.