Steve Paikon tók á dögunum viðtal við hinn grjótharða Terry Crews um karlmennsku, femínisma og hvernig það er að vera karlmaður í dag. Crews sendi nýlega frá sér bókina Manhood: How To Be A Better Man or Live With One.
„Ég er bjartsýnn á stöðu karlmennsku og vil ekki að fólk misskilji mig,“ sagði Crews í viðtalinu, sem má sjá hér fyrir neðan. Hann benti á karlmenn hafa í dag tækifæri til að breyta um stefnu en áður fyrr hafi aðeins verið ein leið í boði.
Terry Crews er kynntur sem femínisti í viðtalinu en hann telur ótta á bakvið stundum slæmt orðspor hugmyndafræðinnar:
Ég held að stóra málið með femínisma sé ótti. Fólk er hrætt við að vera stjórnað. Ég vil að eitt sé á hreinu: Femínismi snýst ekki um að konur séu betri en karlar. Við erum að tala um jafnrétti kynjanna. Vandamálið er að karlmönnum hefur alltaf fundist þeir meira virði — mér hefur liðið þannig. Ég hef verið náunginn sem fannst hann meira virði en eiginkona hans og börn.
Viðtalið má sjá hér: