Auglýsing

„Það er ömurlegt að þurfa díla við það að eiga ættingja sem eru í virkri fíkniefnaneyslu“

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og tæknimaðurinn hans í þáttunum Harmageddon, Ingimar Elíasson, viðurkenna að hafa báðir þurft að leita á „svarta markaðinn“ svokallaða í undirheimum Reykjavíkur til þess að verða sér úti um niðurtröppunarlyf fyrir vini og ættingja sem eru að reyna að hætta fíkniefnaneyslu. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Harmageddon sem er aðgengilegur á hlaðvarpsveitunni Brotkast.

„…það er bara allt of löng bið.“

„Að þurfa að fara á einhverjar síður til þess að leita að niðurtröppunarlyfjum og kaupa það svo af einhverju liði sem ég þekki ekki neitt er mjög óþægilegt,“ segir Ingimar Elíasson, tæknimaður Harmageddon. Ástæðan fyrir þessu spjalli hjá þeim félögum er frétt Vísis um móður á höfuðborgarsvæðinu sem viðurkenndi í viðtali við miðilinn að hafa þurft að gerast glæpamaður til þess að aðstoða son sinn sem hefur verið fastur í viðjum fíknar í langan tíma. Þetta gerir hún vegna þess úrræðaleysis sem er í gangi á Íslandi. Geðdeildin hefur vísað son hennar í burtu ítrekað og svo vita það allir að hjálparsamtökin SÁÁ hafa ekki fengið nægilegt fjármagn frá íslenska ríkinu til þess að geta sinnt þessari lífsnauðsynlegu þjónustu.

Lyfin ættu að vera aðgengileg

„Ég hef svona beitt mér til þess að fá lyf og fengið góða lækna til þess að hjálpa mér þegar ég er að trappa niður menn. Þá hafa þeir skrifað upp á lyf eins og Librium fyrir mig en það er ekki á færi hvers sem er að gera þetta,“ segir Frosti. Lyfið sem Frosti nefnir, Librium, er lyf sem notað er gegn margvíslegum fráhvarfseinkennum og hefur gefið góða raun, meðal annars á sjúkrahúsinu Vogi. Lyfið er þó nánast ófáanlegt á öðrum stöðum en á heilbrigðisstofnunum og því hefur fólk þurft að nota önnur lyf sem fylgja meiri hættur fyrir fólk í vímuefnavanda og eru í flestum tilfellum meira ávanabindandi en Librium.

„Það ætti til dæmis að vera mjög aðgengilegt og þá Librium alveg sérstaklega. Það finnst mér,“ segir Ingimar sem eins og áður segir hefur persónulega reynslu af því að aðstoða vini og ættingja sem vilja verða edrú. Þá bætir Ingimar við að lyfin ættu að vera aðgengilegri á þessum tímum – þegar biðlistar í meðferð eru svo langir.

Frosti bendir þó á hættuna sem fylgir þessum lyfjum: „Þetta eru vandmeðfarinn lyf og maður þarf helst að mata þetta ofan í viðkomandi. Það má ekki skilja hann eftir með pilluglasið og þessvegna er þetta gert á stofnunum eins og á Vogi en það er bara allt of löng bið.“

…þessi þáttur og miklu fleiri á hlaðvarpsveitunni Brotkast!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing