Bandaríski verslunarrisinn Costco vinnur hörðum höndum að opnun verslunar hér á landi. Í dag var haldinn kynningarfundur og eftir hann vitum við dálítið meira.
Nútíminn tók saman nokkur atriði
Stefnt er á að opna verslunina í Kauptúni í Garðabæ í maí.
Ársáskrift að vöruhúsinu fyrir einstaklinga mun kosta 4.800 kr. Fyrirtæki greiða aftur á móti 3.800 kr.
Ekki er hægt að versla í vöruhúsinu nema að kaupa áskrift.
Í vöruhúsinu verður meðal annars hægt að kaupa matvöru, föt, raftæki, útivistarbúnað og verkfæri
Þar verður apótek, hjólbarðamiðstöð, gleraugnaverslun, veitingastaður og bakarí.
Þau sem kaupa áskrift geta líka keypt eldsneyti á bensínstöð Costco.