Auglýsing

Það styttist í annað eldgos: Stöðugt landris undir Svartsengi

Það hafa mælst tæplega 20 jarðskjálftar yfir kvikuganginum, sá stærsti 1,3 að stærð vestan við Grindavíkurbæ. Þetta er svipuð virkni eins og hefur verið síðustu tvær vikur.

Rúmlega 260 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga í liðinni viku. Um 60 skjálftar mældust í Lambafelli í Þrengslum. Um tugur í Brennisteinsfjöllum. Rúmir 100 skjálftar mældust umhverfis Kleifarvatn, rúmlega 40 austan vatnsins og rúmlega 60 vestan og suðvestan við Vatnið við og umhverfis jarðhitasvæðið í Seltúni. Rétt tæplega 40 jarðskjálftar mældust í Fagradalsfjalli, allir undir 1,0 að stærð og flestir á 7 til 10 km dýpi. Um 20 skjálftar mældust úti við Reykjanestá í liðinni viku og annar tugur skjálfta lengra úti á Reykjaneshrygg um 90 km suðvestur frá landi.

Samfélagsmiðlar loga vegna kaupa lífeyrissjóðanna á hlutabréfum í Bláa lóninu

Kvikuinnstreymi meira nú en áður

GPS aflögunargögn sýna að landris undir Svartsengi heldur áfram og er búið að vera á svipuðum hraða síðustu daga. Gervitunglamynd frá Sentinel 1 sem spannar tímabilið 25. júní – 7. júlí sýnir sama mynstur. Líkanreikningar byggðir á aflögunargögnum benda áfram til að kvikuinnstreymi sé meira nú en fyrir eldgosið 29. maí. Þessi gögn benda áfram til að annað kvikuhlaup og/eða eldgosi sé líklegt á næstu vikum eða mánuðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Hættumat hefur verið uppfært, og gildir að öllu óbreyttu til 16. júlí. Það er að mestu óbreytt nema að á Svæði 1 (Svartsengi) er minni hætta vegna hraunflæðis. Hætta færist þvi niður úr töluverð hætta (appelsínugul) í nokkur (gul). Hætta vegna hraunflæðis er einnig metin minni á Svæði 6.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing