Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína í kvöld. Hún var í beinni útsendingu í Sjónvarpinu ásamt viðbrögðum þingheims. Fólkið á Twitter fylgdist að sjálfsögðu með og hér er brot af því besta. Ásamt öðru.
Gjörið svo vel.
Það verður nú seint sagt um Brynjar Níelsson að hann sé tignarleg skepna.
— Halldór Halldórsson (@DNADORI) September 10, 2014
Hvert var hún alltaf að horfa? Til guðs?
— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) September 10, 2014
Er Alþingi ekki langstærsta ljóða-venue landsins … og mögulega það eina?
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) September 10, 2014
„Hvernig fór með heimilin sem átti að verja en á núna að rukka meira fyrir matinn?“ – DV http://t.co/oqZy9Vu38m
— Kristín Helga (@kkristinsdottir) September 10, 2014
Er gula smitandi? #alþingi #TV #SDG
— Golli-Kjartan Þorbj. (@gollmundur) September 10, 2014
GBS fékk plús í kladdann. Talaði um skynsemi og rökhyggju forsætis. #vinir #stefnuræða
— Svandís Svavarsd (@svasva) September 10, 2014
„Ríkisstjórn ríka fólksins“. Er það stóra hugmyndin eftir margra mánaða þinghlé, stöðuga sellufundi og óteljandi kaffibolla? #allirskjálfa
— Agnar Tr. Lemacks (@agnartr) September 10, 2014
Kann enginn leiðtoga á Alþingi að fallbeygja orðið „hækkun“? ÁPÁ og BB tala báðir um „áhrif hækkun“…:( #leiðinlegigaurinn #stefnuræða #ruv
— Viktor Valgarðsson (@viktor888) September 10, 2014
Afhverju finnst mér að sumir haldi að þeir séu ennþá í Morfís? #alþingi
— Simmi Vil (@simmivil) September 10, 2014
Fyrrum erkióvinur minn Ragnheiður Ríkharðsdóttir alltaf frekar solid.
— Halldór Halldórsson (@DNADORI) September 10, 2014
Eitt sem ég hef aldrei skilið. Af hverju snúa þingmenn alltaf baki í dómnefndina? #alþingigottalent
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) September 10, 2014