Auglýsing

„Þau voru ný í embætti og vissu ekki hvað þau voru að gera“

Kvikmyndin París norðursins var forsýnd fyrir troðfullum stóra sal Háskólabíós í kvöld. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri myndarinnar, ávarpaði salinn áður en myndin hófst. Hann sagðist hafa vonast til að sjá fleiri stjórnmálamenn í salnum og skaut nokkrum skotum á ríkisstjórn Íslands.

Það voru ákveðin mistök gerð. Þau voru ný í embætti og vissu ekki hvað þau voru að gera. Getum kallað þetta byrjendamistök.

Var hann væntanlega að vísa í að í fjárlagafrumvarpi fyrir þetta ár voru framlög til kvikmyndasjóðs skorin niður um 445 milljónir króna miðað við áætlanir eða um 42 prósent.

Á meðal gesta á sýningunni voru sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Haukur Ingi Guðnason, maðurinn hennar, rapparinn Erpur Eyvindarson var einnig á svæðinu, eins og leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir, listamaðurinn Ragnar Kjartansson, leikstjórinn Benedikt Erlingsson og hjónin Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. Logi Bergmann og Svanhildur Hólm þurftu hins vegar frá að hverfa þar sem salurinn var orðinn troðfullur þegar þau mættu.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing