Auglýsing

The Chemical Brothers með tónleika á Íslandi

Breska hljómsveitin The Chemical Brothers hefur boðað komu sína til Íslands og mun koma fram á einum tónleikum í Laugardalshöll þann 20. október næstkomandi.

The Chemical Brothers er flestum tónlistarunnendum vel kunn enda hefur hún starfað frá árinu 1989 og á því tímabili meðal annars gef út 6 breiðskífur sem allar hafa ratað á toppinn á breska vinsældarlistanum.

„The Chemical Brothers eru brautryðjendur á sviði raftónlistar en hafa þá sérstöðu innan þeirrar tónlistarstefnu að ná jafnt til aðdáenda hefðbundinnar rokk tónlistar sem svokallaðrar danstónlistar,” segir í tilkynningu um viðburðinn.

Tónleikar sveitarinnar eru mikið sjónarspil og er óhætt að segja að mögnuð tónleikaupplifun sé ein helsta ástæðan fyrir gríðarlegum vinsældum sveitarinnar.

„Tónleikagestir í laugardalshöll munu fá allan pakkann því The Chemical Brothers koma hingað með öll sín tæki og tól til að byggja upp sem magnaðasta upplifun fyrir íslenska aðdáendur.”

Tónleikarnir fara fram í Laugardalshöll Laugardaginn 20 október. Miðasala fer fram á Tix.is og hefst hún 19 júni kl 10.00

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing