Auglýsing

Þekktir Íslendingar skora hver á annan að taka þátt í neyðarsöfnun fyrir konur og stúlkur frá Sýrlandi

UN Women hefur hrint af stað neyðarsöfnun fyrir konur og stúlkur frá Sýrlandi sem dvelja í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu. Til að leggja málefninu lið getur fólk sent sms-ið KONUR í númerið 1900. Síðustu daga hafa þekktir Íslendingar tekið þátt í söfnuninni og skorað hver á annan á Twitter.

Fjölmargir þekktir Íslendingar hafa tekið þátt og Nútíminn tók saman nokkur góð tíst.

Borgarstjórinn tók þátt og skoraði á Gísla Martein og Reykjavíkurdætur

Steiney Skúla skoraði meðal annars á tónlistarmanninn Ólaf Arnalds

Sem lét slag standa

Þá mætti Margrét Erla Maack og skoraði meðal annars á Sögu Garðars

Hún var að sjálfsögðu klár og skoraði á Valdimar

Sem skorast aldrei undan góðri áskorun

Einnig er hægt að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á bankareikning 0101-05-268086, kt. 551090-2489 ásamt skýringunni Neyð.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing