UN Women hefur hrint af stað neyðarsöfnun fyrir konur og stúlkur frá Sýrlandi sem dvelja í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu. Til að leggja málefninu lið getur fólk sent sms-ið KONUR í númerið 1900. Síðustu daga hafa þekktir Íslendingar tekið þátt í söfnuninni og skorað hver á annan á Twitter.
Fjölmargir þekktir Íslendingar hafa tekið þátt og Nútíminn tók saman nokkur góð tíst.
Borgarstjórinn tók þátt og skoraði á Gísla Martein og Reykjavíkurdætur
Áskorun tekið – sms komið á sinn stað – og skora á @gislimarteinn að taka þátt og nefna átakið í hinum frábæra @vikanmedgisla, hinar mögnuðu @RVKDTR að gera slíkt hið sama að þér ógleymdum @logieinarsson #konuráflótta https://t.co/AwB9GNnWpP
— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) November 17, 2017
Steiney Skúla skoraði meðal annars á tónlistarmanninn Ólaf Arnalds
Tek áskoruninni @harmsaga og skora á @eydisblondal @jonjonssonmusic og @OlafurArnalds að senda smsið KONUR í númerið 1900 #konuráflótta
Muna að eiga 1490 kr í inneign samt! pic.twitter.com/UyeKPuWjjq— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) November 17, 2017
Sem lét slag standa
Tek áskoruninni @harmsaga og skora á @eydisblondal @jonjonssonmusic og @OlafurArnalds að senda smsið KONUR í númerið 1900 #konuráflótta
Muna að eiga 1490 kr í inneign samt! pic.twitter.com/UyeKPuWjjq— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) November 17, 2017
Þá mætti Margrét Erla Maack og skoraði meðal annars á Sögu Garðars
Gleymdu ekki þinni minnstu systur. Sendu SMSið KONUR í 1900 (kostar 1490) til að hjálpa @unwomeniceland að uppræta barnahjónabönd! Skora á @olofhugrun @salkadelasol og @harmsaga og hvet þær til að skora áfram á þrjár systur! pic.twitter.com/EmHoY1pOTz
— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) November 17, 2017
Hún var að sjálfsögðu klár og skoraði á Valdimar
Móttekið. Skora í kjölfarið á mínar hjartans systur @steiney_skula @heidabest og @ValdiMumma ❤️❤️❤️ pic.twitter.com/03CZPKr7QD
— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) November 17, 2017
Sem skorast aldrei undan góðri áskorun
Jess! Búinn. Skora á systur mínar: @StationHelgi @emmsjegauti og @snorrihelgason pic.twitter.com/r2mw4Oxhvz
— Valdimar Guðmundsson (@ValdiMumma) November 17, 2017
Einnig er hægt að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á bankareikning 0101-05-268086, kt. 551090-2489 ásamt skýringunni Neyð.