Auglýsing

Þekktir ofbeldismenn ákærðir fyrir líkamsárás á ungan hælisleitanda á Litla-Hrauni 

Tveir þekktir ofbeldismenn hafa verið ákærðir fyrir hrottalega líkamsárás á ungan hælisleitanda á Litla-Hrauni. Árásin átti sér stað í lok janúar á þessu ári en þolandinn Houssin Bsrai var vistaður á Litla-Hrauni eftir ítrekaðar tilraunir til að komast um borð í skip og úr landi. Það er Rúv sem greinir frá þessu.

Samkvæmt ákærunni var árásin afar hrottaleg en mennirnir tveir réðust á Houssin í íþróttahúsi Litla Hrauns, kýldu Houssin ítrekað í höfuð og líkama ásamt því að sparka í hann með hnjám, bæði í höfuð og líkama.

Houssin slasaðist illa í árásinni en tvær tennur í efri gómi hans losnuðu, auk þess sem hann fékk heilahristing. Þess er krafist að mennirnir tveir verði dæmdir til að greiða Houssin 2,5 milljónir króna í miskabætur. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing