Theodór Már Guðmundsson, aflraunamaður stefnir að því að verða sterkasti maður heims. Theodór hefur á nokkrum árum bætt á sig sextíu kílóum og stefnir á að þyngjast enn meira. Hann var gestur í þættinum Suðurnesjamagasín á Hringbraut í vikunni.
Hægt er að sjá viðtalið við Theodór Már í heild sinni í spilaranum hér að ofan en í viðtalinu segir Theodór frá því hvernig honum tókst að þyngjast svona mikið. Hann borðar sex máltíðir eða um átta þúsund kaloríur á hverjum degi.
Theodór Már er virkur á Instagram þar sem yfir 5 þúsund manns fylgjast með lífi hans og störfum. Þá heldur hann einnig úti vinsælli Youtube-rás þar sem hann sýnir frá sínu lífi.