Auglýsing

Þessi náungi vill kenna íslenskum körlum að tæla konur, kemur til landsins í maí

Osvaldo Peña Garcia, sjálfskipaður „tælitæknir“, er væntanlegur til landsins í maí til að halda námskeið á vegum fyrirtækisins Real Social Dynamics í að tæla konur. Þetta kemur fram á mbl.is.

Real Social Dynamics komst í fréttir um allan heim árið 2014 þegar vegabréfsáritun flagaraþjálfarans Julian Blanc var afturkölluð í Ástralíu. Blanc ætlaði að halda námskeið í að tæla konur þar í landi en kennsluaðferðir hans þykja í besta falli vafasamar þar sem hann beitir oft blekk­ing­um ásamt and­legu og lík­am­legu of­beldi.

Blanc var kallaður „hataðasti maður í heimi“. Hann ætlaði að halda námskeið í Reykjavík sama ár en hætt var við það í kjölfar harðra viðbragða almennings. Hér á landi söfnuðust til að mynda 11 þúsund und­ir­skrift­ir á ís­lensku síðuna „Stopp­um Ju­lien Blanc“.

Í frétt mbl.is kemur fram að fyrirtækið sé aft­ur komið á fulla ferð og á vefsíðunni er hægt að kaupa miða á námskeið á Íslandi. Nám­skeiðið er fyrirhugað helg­ina 6. til 8. maí og til þess að skrá sig á þarf að greiða trygg­ingu upp á 500 ­dali. Heild­ar­verð nám­skeiðsins er 2.000 dal­ir eða um 260 þúsund krón­ur.

Kennarinn á námskeiðinu gengur undir nafninu Ozzie og er höf­und­ur bók­ar­inn­ar The Physical Game sem ber und­ir­t­itil­inn:„Leiðbein­ing­ar tæli­tækn­is um hvernig skal nálg­ast, leiða líkamlega og sænga hjá kon­um.“

Á heimasíðu bók­ar­inn­ar hvetur Garcia menn til að nota lík­am­lega yf­ir­burði sína til að nálg­ast kon­ur. Hann segist ekki vera að tala um of­beldi held­ur að karlar séu fast­ir fyr­ir og taki stjórn­ina í því að gera sam­skipti við kon­ur lík­am­leg.

Það þýðir að þú verður að sjá fyr­ir mót­stöðu af þeirra hálfu og vera til­bú­inn að plægja í gegn­um hana. […] Ótt­inn við höfn­un get­ur virkað letj­andi á marga þegar þeir byrja að fara lík­am­legu leiðina. […] Staðreynd­in er sú að kon­ur eru að bíða eft­ir að þú reyn­ir við þær.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá síðustu heimsókn Garcia til landsins árið 2012.

https://youtu.be/oGt8AWqfsQI

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing