Auglýsing

Þessi Twitter-þráður sýnir hversu galin þungunarrofs löggjöfin í Georgíu er

Það er ekki bara rifist um þungunarrof hér á Íslandi. Ríkisstjóri Georgíuríkis í Bandaríkjunum skrifaði í vikunni undir afar umdeilt frumvarp sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. Það er áður en margar konur vita yfir höfuð af óléttu.

Repúblikanar á ríkisþingi Georgíu samþykktu frumvarpið í mars en það kveður á um að þungunarrof sé óheimilt eftir að hjartsláttur fósturs greinist. Konum er því bannað með lögum að gangast undir þungunarrof í mörgum tilfellum áður en þær gera sér grein fyrir óléttunni.

Reiknað er með því að kvenréttindasamtök og samtöl lækna eigi eftir að fara með ákvörðunina fyrir dómstóla. Mikil umræða hefur skapast um málið á Twitter og þykir frumvarpið minna frekar á dystópísk verk á borð við The Handmaids Tale frekar en raunveruleikann.

Twitter-notandinn Carliss Chatman varpaði fram áhugaverðum spurningum um réttindi fóstursins og móðurinnar í kjölfar löggjafarinnar og margir hafa í kjölfarið velt samskonar hugleiðingum fyrir sér.

Carliss spyr hvort að barnabætur eigi þá ekki að byrja strax og hjartsláttur fóstursins finnst, hvort það sé ekki ólöglegt að senda óléttar konur úr landi og hvort sé ekki hægt að líftryggja fóstrið strax á sjöttu viku.

Andrew Fleischman bendir á þá staðreynd að um leið og löggjöfin fór í gegn hafi ríkið tæknilega verið að viðurkenna það að þúsundir einstaklinga séu ólöglega í haldi í fangelsum ríkisins.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing