Tónlistarmaðurinn og textasmiðurinn Bragi Valdimar Skúlason varpaði fram athyglisverðri spurningu á Twitter í dag. Bragi vildi fá að vita hvaða ómissandi fyrirbrigði, tæki, tól eða hluti bráðvantar nothæf orð yfir á íslensku. Bragi Valdimar er mikill áhugamaður um íslenska tungu en hann sá um sjónvarpsþættina Orðbragð sem sýndir voru á RÚV á sínum tíma.
Pælingin vakti athygli á Twitter og hafa fjölmargir notendur komið með skemmtilegar uppástungur. Við tókum saman þær bestu en hægt er að skoða allan þráðinn með því að smella á tíst Braga Valdimars hér að neðan.
Kæru öll. Hvaða ómissandi fyrirbrigði, tæki, tól eða hluti bráðvantar okkur nothæf orð yfir á íslensku? Svona ef þið ættuð að velja eitt. #kappsmál
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) March 5, 2019
Andheiti við „þyrstur“. Samanber „svangur“ / „saddur“. „Þyrstur“ / óþyrstur?
Vantar orð.— Stefán Þór Ólafsson (@stefanthor81) March 5, 2019
Throat, neck=Háls? Það er mikil munur á að vera illt í throat eða neck.
— Sunna (@SunnaRut) March 6, 2019
Déjà vu
— Vera Osk Valgardsdot (@vera_osk) March 6, 2019
“Like”
— Nína Richter (@Kisumamma) March 5, 2019
Plast stykkið sem þú setur fyrir aftan vörurnar á afgreiðsluborðinu í búðinni til að aðgreina þínar vörur frá vörum annarra. Vöruvari?
— Tryggvi Már Gunnarss (@tryggunnz) March 6, 2019
Surprise!!
og anniversary, sambandsafmæli gengur alls ekki— Helga Lilja (@Hellil) March 6, 2019
Boredom. Leiðindi lýsa virkar ekki alveg því orðið gefur í skyn dónaskap.
Svo er leiklistarsamfélagið að leita að góðu orði fyrir performer. Leikari nær því ekki, sumir hafa notað „sýnandi“ en það er eitthvað skrítið.— Birnir (@BirnirJ) March 6, 2019