Auglýsing

Þetta eru laun Söru Bjarkar í kvennaboltanum

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins og leikmaður Lyon í Frakklandi, er með 2,6 milljónir króna í mánaðarlaun. Á ári fær hún því rúma 31 milljón króna í laun og er hún í 16. sæti yfir launahæstu leikmenn frönsku deildarinnar. DV greinir frá.

Óhætt er að fullyrða að Sara sé launahæsta knattspyrnukona Íslands en laun hennar eru þó langt frá því að vera í sama flokki og karlarnir. Til að mynda er talið að Gylfi Þór Sigurðsson, sem nú er rannsakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku, hafi þénað 750 milljónir króna á ári.

Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley er sagður hafa þénað um 500 milljónir króna árið 2021. Guðlaugur Victor Pálsson sem leikur í næst efstu deild Þýskalands þénaði 150 milljónir króna sem er tæplega fimm sinnum meira en Sara Björk þénaði.

Hér má sjá lista Viðskiptablaðsins yfir launahæstu íslensku knattspyrnumennina
Gylfi Þór Sigurðsson Everton um 750 m.kr.
Jóhann Berg Guðmundsson Burnley um 500 m.kr.
Aron Einar Gunnarsson Al Arabi um 290 m.kr.
Rúnar Alex Rúnarsson Arsenal (OH Leuvení láni) um 250 m.kr.
Alfreð Finnbogason Augsburg um 225 m.kr.
Arnór Sigurðsson CSKA Moskva (Venezia í láni) um 200 m.kr.
Hörður Björgvin Magnússon CSKA Moskva um 200 m.kr.
Sverrir Ingi Ingason PAOK um 180 m.kr.
Rúnar Már Sigurjónsson CFR Cluj um 150 m.kr.
Guðlaugur Victor Pálsson Schalke 04 um 150 m.kr.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing