Auglýsing

Þingflokksformaður Viðreisnar styður ekki áfengisfrumvarpið

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, styður ekki áfengisfrumvarpið sem var lagt fram á Alþingi á fimmtudaginn.

Hún greindi frá þessu í ræðustól Alþingis í dag.

Níu þingmenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Pírata standa að frumvarpinu.

Þar er lagt til að einkaleyfi ÁTVR á sölu á áfengi verði afnumið og heimilt verði að selja áfengi í sérrými innan verslana, í sérverslunum eða yfir búðarborð. Einnig er lagt til að heimilt verði að auglýsa áfengi upp að vissu marki.

Sjá einnig: Birgitta vill ekki ræða endalaust um „bús í búðir“, vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisfrumvarpið

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði nýlega að hún vilji að þjóðin greiði atkvæði um frumvarpið.

Í áfengisfrumvarpinu sem var lagt fram á síðasta kjörtímabili var lagt til að sterkt áfengi, 22% eða sterkara, yrði afmarkað frá annarri söluvöru á bak við afgreiðsluborð eða í sérrými innan verslunar. Annað áfengi mátti vera í hillum verslunarinnar.

Ekki er gert ráð fyrir að áfengið verði jafn sýnilegt í nýja framvarpinu. Þar segir aftur á móti að áfengið þurfi að vera í sérstöku rými innan verslunarinnar, eða þá í sérstökum verslunum. Það má sem sagt ekki vera í sömu hillu og morgunkornið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing