Auglýsing

Þingkona tekur þátt í brjóstabyltingunni: „Þessi er hérna til að gefa börnum að borða“

Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, birti brjóstamynd af sér á Twitter rétt í þessu undir yfirskriftinni: „Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur.“

Björt tekur þátt í brjóstabyltingunni sem hófst á Twitter í dag hefur ekki farið framhjá neinum. Kassamerkið #freethenipple er notað til að halda utan um umræðu þar sem konur berjast fyrir að fá að vera berar að ofan á myndum, rétt eins og karlar, án þess að þær séu að reyna að vera kynþokkafullar.

Sjá einnig: #FreeTheNipple dagur í framhaldsskólum í Reykjavík

Byltingin hófst í umræðu um #FreeTheNipple daginn í Verzló á Twitter. Verzlunarskólanemandinn Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir birti brjóstamynd af sér sem var aðeins í nokkrar mínútur samfélagsmiðlinum áður en hún tók hana út. Ungur maður gerði lítið úr Öddu í hádeginu í dag en stuðningsyfirlýsingum hefur rignt yfir hana og málstaðinn síðan.

Hún sagði í samtali við Nútímann í dag að baráttan snúist um að konur eigi að geta verið berar að ofan eins og strákar. Að litið sé á það sem eðlilegan hlut.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing