Auglýsing

Þingkona varar við skaðlegum efnum í kynlífsleikföngum

Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, varar við skaðlegum efnum í kynlífsleikföngum í grein í Morgunblaðinu í dag. Hún segir mikilvægt að fólk sé meðvitað um hvar efni sem eiga að mýkja plast sé að finna þar sem þau geti haft skaðleg áhrif á frjósemi og skaðað fóstur.

„Orðið þalöt ber ekki mikið yfir sér, en þalöt eru efni sem hafa þá eig­in­leika að mýkja plast. Vegna eig­in­leika þeirra eru þau vin­sæl í iðnaði og m.a. notuð í fram­leiðslu leik­fanga og hús­búnaðar.“

Svona hefst grein Jóhönnu. Hún segir að unnið hafi verið mark­visst að því að banna og tak­marka notk­un þalata til vernd­ar heilsu al­menn­ings.

„Notk­un þalata hér á landi er ekki mik­il en þau geta fund­ist í inn­flutt­um vör­um. Eft­ir­lit með þalöt­um í inn­flutt­um vör­um er gott í dag en mætti vera betra, þá er helst not­ast við til­kynn­ing­ar á evr­ópsk­um markaði sem og frá ná­granna­lönd­um til að gæta þess að vör­ur sem inni­halda þalöt kom­ist ekki í dreif­ingu hér­lend­is,“ segir hún.

Það er mik­il­vægt að fólk sé meðvitað um hvar þalöt er að finna. Þá geta hjálp­ar­tæki ástar­lífs­ins, sem eru mis­jöfn að gæðum og gerðum, inni­haldið þalöt. Sleipi­efni og smokk­ar geta einnig verið úr eða inni­haldið mýkt plastefni.

Hú segir að þalöt geti haft skaðleg áhrif á frjó­semi bæði hjá körl­um og kon­um. Þá geti þau skaðað fóst­ur.

„En fóst­ur og ný­fædd börn eru viðkvæm­ust fyr­ir þess­um efn­um. Það er mik­il­vægt fyr­ir ung­ar kon­ur og kon­ur á barneign­ar­aldri að forðast þalöt, því fái þær þalöt í lík­ama sinn geta þau borist í ófætt barn og skaðað þroska þess,“ segir Jóhanna.

„Það á líka við um lít­il börn sem eiga eft­ir að taka út mik­inn þroska, en sem dæmi hafa þalöt fund­ist í brjóstamjólk.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing