Auglýsing

Þjóðhátíð endaði með hópslagsmálum: „Margir sem munu bera ör ævilangt eftir þetta“

Einn af þeim sem stóðu vaktina í gæslunni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum furðar sig á því af hverju fjölmiðlar hafi ekki fjallað um gríðarlega stór hópslagsmál sem brutust út í lok hátíðarinnar við hliðið inn í dalinn. Jón Þormar segir frá því í hlaðvarpi sínu á Brotkast þegar hann varð vitni að umræddum slagsmálum og segir að þau hafi átt sér stað fyrir framan fullt af saklausu fólki.

„Hvað eruði að pæla að vera að mæta út í eyju og þetta snýst bara um það hjá sumum að vera að slást alla helgina eða vera að reyna að fá aðra til að slást við sig. Það er engum sem finnst þetta vera kúl eða flott eða dáist að ykkur fyrir vikið. Það eina sem menn enda uppi með, eins og sumur lentu í, er að vera skallaðir sjálfir eða kýldir sjálfir,“ segir Jón Þormar og tekur það fram að einhverjir munu bera þess merki alla ævi.

Séríslenskt fyrirbæri

„Miðað við það sem ég sá þá eru margir sem munu bera ör ævilangt eftir þetta og þau munu aldrei hverfa. Sumir munu fá dóma sem munu sitja á þeim í mörg ár bara fyrir það að geta ekki látið eins og maður verandi mættur á svona skemmtun. Þetta virðist vera séríslenskt fyrirbæri á svona útihátíðum.“

Jón Þormar segist hafa farið á fjölda skemmtana víðs vegar um heiminn sem eru töluvert fjölmennari en Þjóðhátíð en hvergi er að finna þessa „slagsmálahefð“ sem virðist bara loða við mannamót á Íslandi.

Sparkandi í hausinn á liggjandi mönnum

„Þarna þurfa alltaf einhverjir að standa í því að vera að ráðast á aðra og svo er ráðist á þá í staðinn og menn eru slegnir, menn eru afmyndaðir og sumir nota vopn. Það var einn þarna skallaður í missgripum því hann var í eins jakka og einhver sem menn voru á eftir. Sparkandi í hausinn á liggjandi mönnum því einhver var með kjaft við vin hans – það var ein ástæðan sem var gefin. Er þetta í alvöru þess virði að sparka í hausinn á liggjandi manni? Þú getur drepið viðkomandi – að detta þá í 10 eða 16 ára fangelsi út af svona mannalátum,“ segir Jón Þormar sem ákvað að taka þetta upp í þætti sínum til þess að reyna að fá menn til að hugsa.

„Kannski er þetta rosaleg bjartsýni í mér að reyna að fá menn til að hugsa um það en ég get ekki annað gert en að gera allavega tilraun til þess.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing