Auglýsing

Þjóðhátíðarferð á sæþotu strandar á ráðgjöf lögfræðings: „Veistu hvað þetta hefði verið mikið ævintýri?“

Viktor Thulin Margeirsson ætlaði á Þjóðhátíð með öðrum hætti en flestir. Hann leitaði allra leiða til þess að fara á sæþotu (e. Jet Ski) frá Landeyjarhöfn og að Heimaey en ákvað eftir þrotlausa vinnu að játa sig sigraðan.

Í samtali við Nútímann segist Viktor hafa leitað allra ráða svo að dæmið myndi ganga upp. Hann talaði við veðurfræðing á Veðurstofunni og fékk grænt ljós frá honum varðandi veðurskilyrði. Einnig lét hann veðurfræðinginn skrifa undir plagg þess sönnunar að þetta væri ekkert grín.

Plaggið fór hann með til lögfræðings sem skoðaði lagalegu hlið ævintýrsins og leist ekki á blikina. Viktor gafst því að lokum upp á puðinu — og þar að auki vildi enginn lána Viktori sæþotu til notkunar í þessari svaðilför. Skrítið …

„Afhverju vill enginn lána mér Jet Ski? Ég skil það ekki,“ segir hann.

Veistu hvað þetta hefði verið mikið ævintýri? Ég er mjög súr út í Jet Ski-eigendur.

Aðspurður segist hann ekki ætla til Vestmannaeyja með hefðbundnum hætti. „Nei, ég nenni ekki ef ég fer ekki á Jet Ski. Ég ætla að keyra með vini minum meðfram suðurströnd Íslands og surfa á meðan aðrir drekka sig í hel í dalnum. Góða skemmtun.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing