Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik sínum á Heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi í sumar. Ísland er í D-riðli og mætir einnig Króatíu og Nígeríu. Á Twitter fylgdist fólk með drættinum og Nútíminn tók saman viðbrögðin.
Leikurinn gegn Argentínu fer fram 16. júní í Moskvu. Ísland mætir svo Nígeríu í 22. júní í Volgograd og Króatíu 26. júní í Rostov.
????
https://twitter.com/jonkarieldon/status/936625395583082496
Um að gera að vera bjartsýnn
Dauðariðill. Þá er ekkert annað að gera en að taka því og njóta!
— Kristján Atli (@kristjanatli) December 1, 2017
Tilfinningarnar voru blendnar hjá sumum
Ég er hálffrönsk og hálfargentínsk. Búin að búa á Íslandi í 20 ár. Síðasti leikur Íslands á EM var alveg nógu mikið álag, óþarfi að bæta við Argentínu sem fyrsta leik á #HM2018. ?
— Iris Edda Nowenstein (@IrisNowenstein) December 1, 2017
Tilfinningarlega brotið djammbarn akkúrat núna.
Argentína hefur verið mitt lið frá því að ég man eftir mér.
VAMOS!!— @li (@AtliHelga) December 1, 2017
Sumir voru ekki til í Króatíu … eða hin liðin
https://twitter.com/zqli/status/936626370150416385
Djöfull ætli Kári og Raggi andi léttar núna. Bara gamlir kallar frammi ?⚽️ #fotbolti #ISLARG #30+club pic.twitter.com/IMHnoLkalg
— Teitur Örlygsson (@teitur11) December 1, 2017
Geggjaður dráttur fyrir utan Króatíu. Afríka og Messi.
— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) December 1, 2017
Hæ Messi!
— Soffía Sveinsdóttir (@zofanias) December 1, 2017
En sumir eru bara hressir yfir þessu
Fínt að opna HM á að pakka saman Messi. Hef svo engar áhyggjur af Nígeríu og Króatíu. Sýnist í fljótu bragði að við fáum fullt hús stiga í þessum riðli. Ætla að fagna með einum jökul núna.
— Egill Einarsson (@EgillGillz) December 1, 2017
Nei nei, þetta er ekkert dauðariðillinn. Argentína eru mjög mistækir (áttu m.a.s. erfitt með að komast inn á HM) og við vorum fyrir ofan Króatíu í riðlinum okkar. #HM2018 #áframÍsland
— Birna Anna (@birnaanna) December 1, 2017
Við klikkum ekki á þessu
Geta allir sem ætla út plís hækkað smá yfirdráttinn og keypt follow your team miða svo við lendum ekki aftur með tóman völl eins og í ísl-fra2016 #WorldCup
— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) December 1, 2017