Það er full vinna að fylgjast með gríninu á #12stig á Twitter þegar Eurovision er í gangi. Það var mikið fjör í Kænugarði í kvöld en það féllu líka ófá tár þegar hinn portúgalski Salvador Sobral söng sig inn í hjörtu Evrópu. Nútíminn tók saman brot af því sem gekk á.
Þegar amma blandar sér í umræðuna í partíinu
Ég: "Ég gef gæjanum frá Ísrael 10 fyrir upphandleggsvöðva".
Amma: "Já, jafnvel meira og líka fyrir hinn vöðvann!" #Eurovision2017 #12stig— Unnur Helgadóttir (@Unnur_) May 13, 2017
Hver getur aðstoðað Braga Valdimar?
Auglýsi eftir svona dramatískum fiðluleikara til að fylgja mér eftir öllum stundum. Mikilvægt í Bónus t.d. #12stig
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) May 13, 2017
#TeamSvala
"Ég veit um eina sem var betri en þessi!" 22 ára gömul systir mín er enn sár yfir að Svala komst ekki áfram? #12stig #POL #teamSvala
— Þórveig Traustadótti (@thorveig) May 13, 2017
Hvítt og blúndur, hvað annað?
Söngvararnir frá Hvíta Rússlandi passa vel inn í Skreytum hús grúppuna #allthvítt #12stig
— Gunnþóra (@gunnthora) May 13, 2017
Alþingismaðurinn Pawel var ekki mjög hrifinn af framlagi Austurríkis
Jafnskemmtilegt og óundirbúnar fyririspurnir . #aut #12stig
— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) May 13, 2017
Svala komst kannski ekki áfram í lokakeppnina en það gerði þessi með fánann
Fulltrúi Íslands hefur lokið sér af og nú bíðum við eftir því að Evrópa greiði atkvæði #12stig pic.twitter.com/tl42nKKV31
— Atli Fannar (@atlifannar) May 13, 2017
Ítali og dansandi górilla. Er það nóg til að vinna þessa keppni?
Hinn ítalski Björn Jörundur kemur sterkur inn. Passlega nördalegur dans með rámu röddinni og górillunni. #12stig
— Rakel Thorbergs (@RakelThorbergs) May 13, 2017
Mér finnst Ítalía eiga að fá aukaverðlaun fyrir að komast upp með að hafa górillu sem dansar nútímadans í atriðinu #12stig
— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 13, 2017
Salvador Sobral bræðir Evrópu
Ahhh. Portúgal. Portúgalska, þetta fallega mál. Þetta fína lag. Þessi veikburða flytjandi með sál. Strengirnir. Ég er hér. #12stig
— Pétur Jónsson (@senordonpedro) May 13, 2017
Portúgal er bæði að fara að vinna þetta – og koma herðapúðum aftur í tísku. Dásamlegt! #12stig pic.twitter.com/e3AFDH51l5
— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 13, 2017
Portúgalska lagið vinnur af því að það snertir streng og tikkar inn í evrópska tíðarandann. Salvador er algjör andstæða við Trump #12stig
— Andres Jonsson (@andresjons) May 13, 2017
https://twitter.com/GudrunBryn/status/863483917604577280
Króatíski söngvarinn slær tvær flugur í einu höggi
Þegar að þú semur dúett en enginn er nógu góður til þess að syngja hann með þér, þannig að þú reddar þér bara #12stig
— Swansea (@svana96) May 13, 2017
Króatíska lagið var dúett fyrst, en gaurinn át meðsöngvarann sinn, þannig að hann þarf að syngja allt lagið einn #12stig
— Alexander Ingi Jóns (@alexanderingi) May 13, 2017
Hvenær verður hommahatari ársins valinn á Íslandi? Og hvernig fer þetta fram í Króatíu? Er hátíð? Og verðlaunagripur? Ræða? #12stig
— Atli Fannar (@atlifannar) May 13, 2017
JÁ!
Spænska lagið er svo hresst að mann langar bara að koma þeim á jörðina með því að senda þá að sækja vegabréf til Sýs Kóp. #12stig
— Pétur Jónsson (@senordonpedro) May 13, 2017
Kynnarnir hafa ekki vakið mikla lukku í ár
Ég hef ekki verið þekkt fyrir að grípa til líkamlegs ofbeldis, en djöfull langar mig að kýla þessa kynna í magann. Sorrý með mig. #12stig
— Sunna Guðlaugsdóttir (@sunnagudlaugs) May 13, 2017
Er Måns í alvöru svona lélegur þjálfari? #12stig
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) May 13, 2017
Jóðlaðir þú í kvöld?
Partýið mitt er að verða klikkað. Hér jóðla allir #12stig #ROU
— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) May 13, 2017
Ingi Bekk einbeitti sér að fróðleik um tæknimálin í Kænugarði
https://twitter.com/IngiBekk/status/863491308110970881
https://twitter.com/IngiBekk/status/863491555004473348
https://twitter.com/IngiBekk/status/863483391714496514
https://twitter.com/IngiBekk/status/863482437162192897