Auglýsing

Þjóðkirkjan borgar 10 milljónir svo 74 prestar og djáknar geti farið til Þýskalands

Íslenska þjóðkirkjan leggur til tíu milljónir hið minnsta svo 74 prestar og djáknar geti farið til Þýskaland til að fagna því að 500 ár eru liðin frá upphafi siðabótarinnar. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, boðar til prestastefnunnar. Þetta kemur fram á DV.

Kirkjumálasjóður greiðir minnst 100 þúsund með hverjum þátttakanda. Ferðin stendur yfir í fjóra daga. DV spurðist fyrir um málið fyrr í vikunni og eftir það var birt tilkynning á heimasíðu þjóðkirkjunnar þar sem fram kom að um fræðsluferð sé að ræða. Þá er einnig tekið fram að kostnaðurinn sé hinn sami og á Ísafirði árið 2014.

Í frétt DV kemur einnig fram að prestarnir greiði einn þriðja af kostnaðinum, eða um 50 þúsund en þeir geti sótt um styrk fyrir upphæðinni, meðal annars til stéttarfélaga.

Sjá einnig: Biskup fékk eina milljón fyrir að skrifa tvær blaðsíður í Svíþjóð, starfsfólk Biskupsstofu hélt að hún væri í fríi

Agnes fékk tæpa milljón króna í dagpeninga árið 2015 þegar hún dvaldi í Svíþjóð í þrjár vikur á síðasta ári við skrif hirðisbréfs. Þetta vakti athygli Ellisifjar Tinnu Víðisdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra kirkjuráðs, þegar hún fór yfir bókhald þjóðkirkjunnar. Henni kom á óvart að ferðin hafi verið skilgreind sem vinnuferð þar sem hún hafði talið að Agnes hefði farið í frí.

„Það fyrsta sem ég vissi um þetta mál var að Agnes var mjög þreytt og hún þurfti að fara í hvíld til Svíþjóðar. Við héldum að hún væri farin í frí í nokkrar vikur. Þetta var í september árið 2015,“ segir Ellisif Tinna. Þegar hún fór yfir fjármálin sá hún að Agnes hefði fengið háar dagpeningagreiðslur vegna ferðarinnar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing