Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi sem grunaður var um að hafa ráðist á mann skömmu áður. Hermt er að hann var í annarlegu ástandi og ekki viðræðuhæfur. Þá fékk hann gistingu í fangaklefa þar sem hann bíður eftir því að verða yfirheyrður.
Skömmu áður barst lögreglu tilkynning um innbrot í Hafnarfirði. Ekki leið á löngu þar til lögregla hafði hendur í hári þess grunaða en sá gisti einnig bak við lás og slá. Þá var þjófur í Breiðholti gómaður í verslun. Var hann látinn laus að loknni yfirheyrslu.
Barst lögreglu einnig tilkynning um slagsmál í Grafarvogi. Einn maður var handtekinn vegna málsins en var honum sleppt úr haldi eftir að hafa rætt við laganna verði. Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.