Auglýsing

Thomas Møller Olsen álitinn sakhæfur: „Hann er eiginlega óeðlilega eðlilegur“

Sigurður Páll Pálsson geðlæknir gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjaness í morgun við aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, sem er sakaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur. Sigurður mat Thomas sakhæfan en hann kom hátt út á lygaskala.

Það er mat Sigurðar að Thomas sé með persónuleikaveilu sem lýsir sér þannig að hann eigi erfitt með að horfast í augu við eigin bresti.

Sjá einnig: Tímalína: Skipverjarnir varpa ljósi á atburðarásina um borð í Polar Nanoq frá því að Thomas kom um borð

„Hann er eiginlega óeðlilega eðlilegur, ef þið skiljið hvað ég meina.“ sagði Sigurður Páll um Thomas í morgun.

Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, dró geðmatið í efa og taldi að geðlæknirinn hefði farið út fyrir verksvið sitt sem geðlæknir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing