Auglýsing

Thomas neitaði við þingfestingu málsins að hafa myrt Birnu

Thomas Moller Olsen segist hvorki hafa myrt Birnu Brjánsdóttur né flutt 23,4 kíló af kannabisefnum til Íslands. Þetta kom fram við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness sem hófst kl. 13 í dag en RÚV greinir frá. 

Meðal þeirra gagna sem saksóknari í málinu, Kolbrún Benediktsdóttir, lagði fram í málinu er rannsókn á geðheilsu Thomasar. Verjandi hans fór fram á frest til að meta hvort hann ætlaði að skila greinargerð í málinu. Fékk hann tveggja vikna frest til þess.

Í greinargerð héraðssaksóknara sem birt var fjölmiðlum í gær kemur fram að Thomas hafi beitt Birnu ofbeldi í bílaleigubíl og hent henni í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði.

Hann sló hana ítrekað í andlit og höfuð, tók hana kverkataki og herti kröfuglega að hálsi hennar og í framhaldinu, á óþekktum stað, varpaði hann Birnu í sjó eða vatn. Hlaut hún ýmsa áverka við árásina og drukknaði í sjónum eða vatninu.

Birna hlaut punktblæðingar á augnlokum, táru og glæru augnlokanna og innanvert höfuðleður, þrýstingsáverka á hálsi, þar á meðal brot í vinstra efra horn skjaldkirtilsbrjósks, nefbrot og marga höggáverka í andlit og á höfuð.

Báðir foreldrar Birnu fara fram á að Thomas gerði þeim 10 og hálfa milljón í miskabætur, eða samtals 21 milljón króna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing