Auglýsing

Thomas þurfti róandi lyf eftir að hann fékk sms frá blaðamanni um hvort hann hafi leigt rauðan Kia Rio

Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um morðið á Birnu Brjánsdóttur í janúar, varð gríðarlega stressaður eftir að hann fékk sms frá blaðamanni um hvort hann hafi tekið rauðan Kia Rio á leigu. Þetta kom fram í skýrslutöku yfir skipverjum Polar Nanoq sem hófust í Héraðsdómi Reykjaness í morgun sem fylgst er með á Vísi.

Skipið var á leiðinni aftur til Grænlands þegar Thomas fékk skilaboðin. Í skýrslutöku yfir fyrsta vélstjóra kom fram að Thomas hafi verið eðlilegur framan af en eftir að hann fékk skilaboðin varð hann svo stressaður að það þurfti að róa hann niður með lyfjum. Hann sagði að það hafi ekki verið hægt að tala við hann, svo hræddur hafi hann verið.

Kokkurinn á skipinu sagði við skýrslutökur að Thomas hafi ekki hagað sér einkennilega þegar skipið lagði úr höfn í Hafnarfirði. Hann sagði hins vegar að hann Thomas hafi orðið mjög taugaóstyrkur þegar skipið sneri við og hélt aftur til Hafnarfjarðar. „Ætli þeir séu komnir til að sækja mig?“ spurði Thomas kokkinn þegar lögreglan kom um borð.

Í skýrslutökunum hefur einnig komið fram að Thomas hafi sést koma með handklæði út úr rauða Kia Rio bílnum og að handklæðið hafi verið blautt. Þá kom fram að Nikolaj Olsen, hinn skipverjann sem var handtekinn um borð í Polar Nanoq, hafi verið mjög drukkinn þegar hann kom um borð í skipið klukkan sex um morguninn. Honum var sleppt eftir að rannsókn á málinu hófst.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing