Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, gagnrýndi DV á Twitter síðu sinni á dögunum vegna fréttaflutnings miðilsins af Gunnari Rúnari Sigurþórssyni. Þórður segir að umfjöllun DV sé sirka botninn, erindið sé ekkert og eini tilgangurinn sé umferðarklám.
Sjá einnig: Atli Fannar bjargar fólki frá „click-bait“ fréttum á Twitter: „Maður fólksins“
DV hefur fjallað töluvert um Gunnar Rúnar undanfarið en fyrir tveimur vikum birti miðillinn frétt um Tinder-aðgang Gunnars. Fyrir þremur dögum birtist svo nokkuð ítarleg umfjöllun um líferni Gunnars sem afplánar nú dóm fyrir morð.
Þórður Snær er ekki á því að fréttaflutningurinn þjóni neinum tilgangi nema umferðarklámi. „Beituvefur eltir dæmdan mann sem sinnir afplánun á röndum, tekur af honum myndir, birtir upplýsingar um gerð bifreiðar móður hans og heimilisfang hennar. Erindið er ekkert. Eini tilgangurinn er umferðarklám,“ skrifar hann á Twitter þar sem margir taka undir með honum.
Þetta er sirka botninn. Beituvefur eltir dæmdan mann sem sinnir afplánun á röndum, tekur af honum myndir, birtir upplýsingar um gerð bifreiðar móður hans og heimilisfang hennar. Erindið er ekkert. Eini tilgangurinn er umferðarklám. https://t.co/U2c0mFBjYP
— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) July 19, 2019
Viðbjóður
— Halldór Halldórsson (@DNADORI) July 19, 2019
Þetta er nálægt því að vera mesta botnfall blaðamennsku sem ég hef séð og lesið. Algjörlega ógeðslegt og langt frá því að þjóna tilgangi blaðamennsku og upplýsinga. Ég velti fyrir mér hvort @agustborgthor sé svona ofboðslega illa innrættur eða hver sé tilgangur þessarar greinar?
— Andri Valur (@andrivalur) July 19, 2019
Megi þessir blaðamenn fokka sér.
— Tuðný (@gudnynielsen) July 19, 2019