Þorgrímur Þráinsson rithöfundur er hættur við að fara í forsetaframboð. Þetta kemur fram á mbl.is.
Sjá einnig: Þrjár sögur af handahófskenndum góðverkum Þorgríms Þráinssonar
„Ég er ekki að fara í framboð, það er alveg á hreinu,“ segir Þorgrímur á mbl.is. Í grein í Morgunblaðinu í dag segir hann áhuga sinn á embættinu hafa farið dvínandi.
Brátt eru liðnir fimm mánuðir frá því ég var spurður, algjörlega óvænt, hvort ég hefði hugsað mér að sækjast eftir því að verða næsti forseti Íslands. Af heiðarleika og hreinskilni svaraði ég játandi. Á síðustu vikum hefur áhuginn á embættinu fjarað út, af margvíslegum ástæðum.
Þorgrímur bauð sig fram í nóvember og vakti framboðið talsverða athygli. Hann sagðist ekki ætla í kosningabaráttu og ætlaði að starfa með fótboltalandsliðinu á EM á meðan kosningarnar fara fram.