Leikarinn og grínistinn Þorsteinn Guðmundsson hefur nú lokið BS námí í sálfræði fjórum árum eftir að hann skráði sig í nám. Þorsteinn deildi þessum gleðitíðindum á Facebook í gær.
Sjá einnig:Þorsteinn Guðmundsson gefur grænt ljós á nýja pítsu hjá Domino’s
Þorsteinn deildi fjögurra ára gamallri mynd af sér þar sem hann var nýbúinn að innrita sig í sálfræðinámið. „Eins og sjá má af svipnum þá vissi ég lítið hvað ég var að gera eða hvort mér tækist að halda út einn einasta tíma, hvað þá meira.“
Nú hefur hann lokið náminu og segir frá því að sú skyndiákvörðun sem hann tók fyrir fjórum árum hafi reynst einstakt gæfuspor í hans lífi. Hann mun hefja nám í klínískri sálfræði við HÍ næsta haust.
„Og ævintýrið heldur áfram vegna þess að mér stendur til boða að hefja nám í klínískri sálfræði við Háskóla Íslands næsta haust sem ég mun að sjálfsögðu þiggja. Það er mikil áskorun og heiður.“