Auglýsing

Þórunn Egilsdóttir dregur sig út úr þingstörfum eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein

Þór­unn Eg­ils­dótt­ir, þingmaður og þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur greinst með brjóstakrabba­mein. Frá þessu greinir hún á Facebook í dag.

Meinið er þess eðlis að Þórunn mun þurfa að fara í harða meðferð gegn því og því mun hún draga sig út úr þingstörfum og kalla inn varamann.

„Ég hef aldrei farið baráttu til að tapa og hyggst ekki byrja á því núna. Bjartsýn, einbeitt, ákveðin og umvafin mínu fólki ætla ég að takast á við verkefnið,“ skrifar Þórunn á Facebook.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing