Auglýsing

Þorvaldur Davíð einn þeirra sem sækist eftir stöðu bæjarstjóra Seyðisfjarðar

Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson er einn af ellefu einstaklingum sem sóttu um stóðu bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar. Frá þessu er greint á vef Austurfréttar.

Alls sóttu fjórar konur og átta karla um stöðu bæjarstjóra en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn föstudag. Vilhjálmur Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Seyðisfjarðar, hefur gegnt starfinu frá árinu 2011 en meirihlutinn féll í bæjarstjórnarkosningum í vor.

Þorvaldur Davíð er útskrifaður leikari frá Juilliard háskólanum í New York í Bandaríkjunum. Hann er einn þekktasti leikari Íslands og hefur farið með fjölmörg hlutverk í leikhúsi og kvikmyndum. Hann hefur leikið í kvikmyndum á borð við Svartur á leik, Vonarstræti og Ég man þig.

Eftirfarandi sóttu um starf bæjarstjóra Seyðisfjarðar:

Aðalheiður Borgþórsdóttir, verkefnastjóri, Seyðisfirði
Arnbjörg Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri, Seyðisfirði
Gísli Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri, Ísafirði
Guðrún Lilja Magnúsdóttir, framleiðandi, Egilsstöðum
Jóhann Freyr Aðalsteinsson, tollasérfræðingur, Osló, Noregi
Jón Kristinn Jónsson, sölu- og markaðsráðgjafi, Hafnarfirði
Kristín Amalía Atladóttir, framkvæmdastjóri, Egilsstöðum
Ólafur Hr. Sigurðsson, kennari og fyrrverandi bæjarstjóri Seyðisfirði
Snorri Emilsson, leikstjóri, Seyðisfirði
Sveinn Enok Jóhannsson, sölustjóri og söngvari, Reykjanesbæ
Tryggvi Harðarson, fyrrverandi bæjarstjóri, Reykjavík
Þorvaldur Davíð Kristjánsson, leikari, Reykjavík

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing