Auglýsing

Þrettán ára drengir í gæsluvarðhaldi: Ákærðir fyrir að nauðga 12 ára stúlku

Óhugnanlegt mál skekur nú frönsku þjóðina en á mánudaginn voru þrír tólf og þrettán ára drengir handteknir í París grunaðir um að hafa hópnauðgun og hatursglæp gagnvart 12 ára stúlku.

Drengirnir eru á aldrinum tólf til þrettán ára en tveir þeirra voru ákærðir fyrir hlutdeild sína í hópnauðguninni.

Nauðgunin er sögð hafa átt sér stað í úthverfi Parísar en talið er að drengirnir hafi ráðist á stúlkuna vegna þess að hún er gyðingur og því eru þeir einnig grunaður um fyrrnefndan hatursglæp. RÚV greindi fyrst frá.

Mikil áfall fyrir franska þjóð

Allir helstu stjórnmálamenn Frakklands hafa stigið fram og tjáð sig um árásina – þar á meðal Gabriel Attal, forsætisráðherra Frakklands, en á samfélagsmiðlinum X fullyrti hann að stúlkunni hefði verið nauðgað vegna þess að hún væri gyðingur. Þá kallaði hann eftir því að samfélagið myndi sameinast gegn gyðingahatri sem virðist vera að aukast út um allan heim – þá sérstaklega í kjölfar stanslausra árása Ísraelshers á saklausar konur og börn í Palestínu.

Átak gegn ofbeldi og hatursorðræðu í grunnskólum

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, sagði í viðtali í gær að hann hafi beðið grunnskóla landsins að skipuleggja forvarnir og umræður um baráttu gegn gyðinga- og kynþátta hatri. Þá gaf forsetaskrifstofa Frakklands út yfirlýsingu í gær þar sem kom fram að umræddar forvarnir og umræður gegn gyðinga- og kynþátta hatri væru til þess að koma í veg fyrir að slík hatursorðræða fengi að lifa og blómstra innan skólakerfisins þar í landi.

Forseti Frakklands hefur sent þau skilaboð til grunnskóla landsins að skipuleggja forvarnir og umræður um baráttu gegn gyðinga- og kynþáttahatri.

Þeir yngstu í gæsluvarðhaldi

Drengirnir eru á aldrinum tólf til þrettán ára en tveir þeirra voru ákærðir fyrir hlutdeild sína í hópnauðguninni. Þeir voru hins vegar allir þrír ákærðir fyrir líkamsárás, ofbeldi, hatursglæp og líflátshótanir auk annarra ákæruliða sem franskir fjölmiðlar hafa ekki greint frekar frá. Drengirnir tveir sem voru ákærðir fyrir hópnauðgunina sitja nú í gæsluvarðhaldi í höfuðborg landsins en þeim þriðja var sleppt í gær.

RÚV greinir frá því að hundruð hafi mótmælt ofbeldinu í París og Lyon í gær.

Þá kemur einnig fram í frétt RÚV að innanríkisráðherra Frakklands, Gérald Darmanin, hafi fordæmt árásina í sjónvarpsviðtali en þar sagði hann lögregluna hafa takmarka getu til þess að koma í veg fyrir árás sem þessa. Hann vildi meina að vandinn liggi hjá fleirum en yfirvöldum og nefni í því samhengi foreldra þessara barna og samfélagið í heild.

Sjónvarpsfrétt France 24 um málið sem kom á YouTube í gærkvöldi:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing