Það eru allir að spila Pokémon Go. Eða svona nánast.
Pokémon Go hefur slegið í gegn um allan heim eftir að hann kom út í byrjun júlí. Leikurinn er í boði í íslensku útgáfunum af App Store og Play Store.
Sjá einnig: Stærsta Pokémon-veiði í sögu Íslands, spilari segir að gamall draumur sé að rætast
Leikurinn virkar þannig að þú safnar ævintýralegum Pokémon-dýrum sem margir þekkja úr fyrri leikjum. Þú gerir þetta með því að nota staðsetningu og kortaleiðsögn snjalltækis (og klukkuna).
Foreldrar standa frammi fyrir nýjum áskorunum
https://twitter.com/raggihans/status/756157182836609024
Móðir mín var að bjóða bróðir mínum á rúntinn til að veiða pókemon?
— Airotkiv (@vittosol) July 21, 2016
ÉG: Pokémon go er skipulagt trikk hjá "manninum" til að chemtrailað okkur betur!
MAMMA: ok en verður samt að taka til í herberginu þínu.
— Hafþór Óli (@HaffiO) July 21, 2016
Tók Pokémon–kvöldgöngu. Allir krakkarnir í hverfinu úti að leita. Leið eins og pedófíl. Fór heim. En hey, náði loksins level 4.
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) July 18, 2016
Og flokkstjórar
https://twitter.com/ingveldr/status/756074203946840064
Er Pokémon að gleyma landsbyggðinni?
Fleiri Pokémon stöðvar á landsbyggðina! Reyðfirðingar þurfa að fara á Eskifjörð til að ná á næstu stöð. pic.twitter.com/jl14treqLS
— Ólafur Nielsen (@olafurnielsen) July 21, 2016
Pokémon afhjúpar nýja tegund af leti
Hversu latur þarf maður að vera til að spila Pokemon úr bílnum sínum?
Fyrir utan hvað það er hættulegt..
Best er að walk the dog og spila— unnsteinn (@unistefson) July 20, 2016
Til þeirra sem eru ekki með og láta alla vita af því
Hey þið sem þykist vera of kúl fyrir Pokemon og finnið fyrir óstjórnlega mikilli löngun að deila því með öllum: pic.twitter.com/pRSnpvh9ld
— Anna Guðjónsdóttir (@annagaua) July 19, 2016
Sumir elskuðu Pókemon áður en það varð töff
Þið haldið kannski að þið séuð Pokémon-aðdáendur, en ég hef sko verið dyggur aðdáandi í 17 ár. pic.twitter.com/yjP3Vs9mIC
— Iðunn Garðarsdóttir (@Idunn_G) July 19, 2016
Á meðan sumir elska bara allt
Ég hætti að spila Pokemon því ég er á móti frelsissviptingu og þrældómi allra dýra. Ég er pokevegan.
— Bobby Breiðholt (@Breidholt) July 18, 2016
Meira að segja rapparar upplifa óöryggi
https://twitter.com/hnetusmjor/status/752861365623193600
Heppin! ????????????
Bae downloadaði Pokémon GO í símann minn. Það er PokéGym í staðsett í vinnunni minni. ??
— Guðrún Svavarsdóttir (@GuddaSva) July 12, 2016
Stóru spurningarnar
Nýi leikurinn þegar maður gengur í gegnum Klambratún:
Ráfandi róni eða Pokémon-barn?— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) July 19, 2016