Þriðja sería Netflix þáttanna vinsælu Stranger Things hefur heldur betur slegið í gegn. Í gær höfðu 40.7 milljón notendur Netflix horft á seríunna frá því að hún kom út 4. júlí. Það er nýtt met hjá Netflix.
Sjá einnig: Allt sem þú þarft að rifja upp fyrir þriðju seríu Stranger Things sem kemur á morgun
Ekki nein kvikmynd eða þáttaröð í sögu Netflix hefur fengið jafn mikið áhorf á sínum fyrstu fjórum dögum í sýningu. Þá hafa 18.2 milljónir nú þegar klárað seríuna.
Það þykir ansi líklegt að fjórða sería þáttanna komi út fyrr eða síðar. Shawn Levy, einn framleiðandi þáttanna, hefur sagt að það muni pottþétt gerast en Netflix hefur enn ekki staðfest þær fréttir.
Sjá einnig: 10 Netflix þættir sem er þess virði að horfa á
.@Stranger_Things 3 is breaking Netflix records!
40.7 million household accounts have been watching the show since its July 4 global launch — more than any other film or series in its first four days. And 18.2 million have already finished the entire season.
— Netflix US (@netflix) July 8, 2019