Auglýsing

Þriðji dagur Heiðars í Málmey: „Korter frá því að skíra bolta Wilson”

Nú hefur Heiðar Logi eytt þremur dögum í Málmey, aftur gekk brösulega að veiða en hann fann þó ýmislegt áhugavert í sjónum. Heiðar hefur nú eytt þremur nóttum í eyjunni en verður sóttur síðar í dag.

Þriðji dagur Heiðars hófst á því að hann eldaði sér rabarbaragraut og gerði sína fyrstu heitu máltíð í eyjunni. Í kjölfarið skellti hann sér í blautgalla og reyndi að veiða sér fisk. Hann setti upp veiðistöng í fjörunni og skellti sér svo sjálfur í sjóinn í leit að fisk.

Ekki gekk alveg nógu vel en hann eyddi um tveimur tímum í sjónum. „Mér var orðið ískalt en ég fann ekkert nema eitthvað smotterí,” sagði Heiðar. Það sem Heiðar fann var skelfiskur og beltisþari sem hann borðaði með bestu lyst.

Heiðar er greinilega farinn að finna fyrir einverunni en hann grínaðist með það að hann væri alveg að fara að skíra bolta Wilson. Það er tilvitnun í myndina Cast Away þar sem Tom Hanks var fastur á eyju í fjölda ára. Þar var besti vinur hans blakboltinn Wilson.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing