Þrír einstaklingar hafa hringt í skiptborð Símans og kvartað undan lýsingum Guðmundar Benediktssonar á EM í fótbolta í Frakkland. Þetta kom fram í EM svítunni í Sjónvarpi Símans í kvöld.
Sjá einnig: Tryllingur Gumma Ben í spjallþætti Stephen Colbert, sjáðu myndbandið
Lýsingar Gumma Ben hafa verið algjörlega stórkostlegar og vakið heimsathygli. Þorsteinn Joð, ritstjóri EM svítunni, sagði frá þessu í þættinum í kvöld. Ljóst er að þessir einstaklingar eru með einstakan smekk þar sem heimsbyggðin hefur lofað magnaðar lýsingar Gumma.
Tryllingur Gumma Ben eftir sigur Íslands á Austurríki ferðaðist hratt um heiminn. Arnór Ingvi Traustason skoraði mark í blálokin og Gummi gjörsamlega trylltist og hreif heimsbyggðina með sér.
Fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um lýsingar Gumma og spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert var á meðal þeirra sem tók Gumma fyrir. Hann hefur tvisvar fjallað um árangur landsliðsins í þætti sínum og í bæði skipti voru lýsingar Gumma áberandi.
Gummi Ben var í viðtali í EM svítunni í kvöld. Hann sló á áhyggjur þjóðarinnar að hann væri að spara raddböndin með því að syngja ekki með stuðningsfólki íslenska liðsins sem er samankomið í París.