Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði Toyota Yaris-bifreið seint í gærkvöldi eftir eftirför sem stóð yfir í nokkrar mínútur. Eftirförin var löturhæg en hraðinn fór varla yfir 70 kílómetra á klukkustund. Sjáðu myndband frá lesanda Nútímans hér fyrir ofan.
Í fyrstu var aðeins einn lögreglubíll á eftir smábílnum en annar bættist fljótlega við. Bílstjóri smábílsins ók á sínum hraða og gaf samviskusamlega stefnuljós úr hringtorgum.
Þegar eftirförin hafði staðið yfir í nokkrar mínutur mætti þriðji lögreglubíllinn á móti smábílnum sem staðnæmdist loksins. Hópur lögreglumanna skaust þá af stað, reif upp afturhurð smábílsins og virtist handataka farþega í bílnum.
Nútíminn hafði samband við lögregluna á Suðurnesjum sem vildi ekkert tjá sig um málið.