Auglýsing

Þrír nýir kettlingar flytja inn í Keeping Up With the Kattarshians-húsið

Þrír nýjir íbúar eru fluttir inn í fallega húsið í Keeping Up With the Kattarshians. Þetta eru þau Grímur Grímsson, Ólafía og Pawel. Þau taka við af þeim Ilmi, Halldóri Laxnes, Gæja, Snotru, Fanndísi Friðriks og Röggu Gísla.

Nýja fjölskyldan er mjög spennt fyrir flutningunum. Hér er hægt að fylgjast með kisunum í beinni útsendingu.

Grímur Grímsson

Grímur Grímsson er hugsuður sem lætur lítið fyrir sér fara. Ef eitthvað týnist á heimilinu fer Grímur á stjá og er fljótur að finna það.

Ólafía

Ólafía er létt og skemmtileg læða sem elskar að stríða Grím. Uppáhalds drykkurinn hennar er mjólk og í framtíðinni ætlar hún kanna heiminn og ferðast.

Pawel

Pawel er ofvirkur og getur ekki verið kyrr og slappað af. Hann elskar að leika sér með bolta og hrekkja Grím.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing