Þrítugusta þáttaröð rauveruleikaþáttanna The Amazing Race fer nú fram og svo virðist sem eitt af verkefnum keppanda sé að koma til Íslands og leysa þrautir. Það er Vísir.is sem greinir frá þessu í morgun.
Þetta er í annað sinn sem tökur á þáttunum fara fram hér á landi en í sjöttu þáttaröð, sem sýnd var á árunum 2004 og 2005, þurftu keppendur einnig að koma hingað til lands. Fyrir þá sem ekki þekkja þættina þá súast þeir um lið sem ferðast um heiminn og leysa þrautir í kappi við tímann.
Samkvæmt frétt Vísis er gert ráð fyrir því að þættirnir verði sýndir í lok þessa árs eða upphafi árs 2018. Visit Iceland birti myndband á Facebook-síðu sinni þar sem sjá mátti keppendur koma í mark á Ingólfstorgi en það var engin önnur en Crossfit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir sem tók á móti keppendum.
Sjáðu myndbandið hér að neðan
What is Þorskalýsi? This is a question in the reality program The Amazing Race. Competitors were at Ingólfstorg square in the center of Reykjavík today. Þorskalýsi is one of the reasons why the Icelandic population has such a long life expectancy. #reykjavikloves #reykjavik #visitreykjavik
Posted by Visit Reykjavik on Mánudagur, 2. október 2017