Auglýsing

Þrjár lífseigar mýtur um meint lúxuslíf hælisleitenda sendar úr landi

Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi, birtir grein á Kjarnanum þar sem hún hrekur lífseigar mýtur um þjónustu við hælisleitendur á Íslandi. Nútíminn slengir hér fram þremur fullyrðingum sem Brynhildur leiðréttir jafn óðum í pistli sínum.

 

Mýta 1. Hælisleitendur fá íbúðir á meðan aldraðir og öryrkjar búa á götunni!!!

„Athugið að þau ganga undir nafninu búsetuúrræði en ekki húsnæði, enda nær húsnæði ekki nógu vel utan um hvers kyns híbýli þetta eru. Búsetuúrræðin eru t.d. þannig að um 100 manns búa saman, um 30 herbergi á gangi sem 2-3 deila eða jafnvel heils fjölskylda saman í herbergi, sem er hvorki stórt né íburðarmikið,“ segir Brynhildur í pistlinum á Kjarnanum.

Mýta 2. Hælisleitendur fara frítt til tannlæknis en ekki ég!!!

„Tannlæknaþjónusta sem hælisleitendur á Íslandi fá felst í tveimur valkostum. Annað hvort taka verkjalyf við tannpínu eða láta draga úr sér tennurnar. Í undantekningartilvikum er gert við tennur í börnum þjáist þau af tannpínu,“ segir Brynhildur.

Mýta 3. Hælisleitendur nota leigubíla til að koma sér á milli staða og ríkið borgar brúsann!!!

„Leigubílaþjónusta hefur ekki staðið hælisleitendum til boða nema í neyðartilvikum þar sem um alvarleg veikindi hefur verið að ræða en ekki svo alvarleg að sjúkrabíl þyrfti til. Hluti hælisleitenda hefur fengið strætókort. Eftir að ný reglugerð um útlendinga tók gildi er óljóst hvernig það verður framvegis. Í búsetuúrræði á Kjalarnesi eru 2 km í næstu strætóstoppistöð og á Ásbrú búa hælisleitendur í iðnaðarhverfi og um tæpur kílómetri er í næstu strætóstoppistöð þaðan,“ segir Brynhildur í pistlinum.

Smelltu hér til að lesa upplýsandi pistil Brynhildar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing