Auglýsing

Þrjár sögur af handahófskenndum góðverkum Þorgríms Þráinssonar

Vísir greindi frá því í dag að Þorgrímur Þráinsson væri mjög líklegur til að bjóða sig fram sem forseti Íslands næsta sumar. Í kjölfarið hefur fólk rætt málið á samfélagsmiðlum og margir virðast hafa góðar sögur að segja um rithöfundinn og fótboltakappann.

Sjá einnig: Þorgrímur Þráinsson líklegur forsetaframbjóðandi, myndirðu kjósa hann?

Talað er um dásamlegan mann og að karmalögmálið komi honum á Bessastaði. Þá hafa sumir sagt ansi skemmtilegar sögur á Facebook af handahófskenndum góðverkum Þorgríms. Nútíminn tók þær saman og birtir hér.

 

Snærós Sindradóttir blaðamaður skrifar:

„Ég þreytist ekki á að segja söguna þegar ég stóð út í mígandi rigningu í Pósthússtræti að glíma við stöðumæli sem vildi ekki taka við kortinu mínu og Þorgrímur Þráinsson keyrði upp að mér og kallaði: „Fröken, ég á auka níutíu mínútur á miðanum mínum“ og gaf mér sinn. Mitt atkvæði.“

Bergsteinn Sigurðsson útvarpsmaður skrifar:

tumblr_inline_miqnakBUC11qz4rgp_zps0b7c1aea

„Sönn saga. Einu sinni sat ég Kaffitári þegar að mér gekk Þorgrímur Þráinsson, sem ég vissi hver var en þekkti ekkert. Hann sagði: „Afsakaðu, ég tek eftir að borðið þitt er valt.“ Sem var rétt. Síðan beygði hann sig niður og skrúfaði tappa undir einum borðfætinum aðeins lengra niður þar til borðið hætti að rugga. „Svona, nú ætti þetta að vera komið.“ Svo gekk hann sína leið.

Illugi Jökulsson rithöfundur skrifar:

kiddie soccer

„Einu sinni hitti ég Þorgrím sem ég kannaðist við síðan í skóla en þekkti svo sem ekki mikið. Hann spurði hvort rétt væri að átta ára sonur minn væri farinn að spila í vörninni í sínum flokki í Val. Ég játti því. „Komdu með hann til mín einhvern daginn,“ sagði Þorgrímur. „Ég tek hann í nokkra aukatíma.“ Því miður varð aldrei af því en boðið var höfðinglegt.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing