Auglýsing

Þrjú fengu 150 þúsund króna sekt fyrir að kveikja í jólageit IKEA, verslunin fær engar skaðabætur

Tvær konur og einn karlmaður á aldrinum voru í dag dæmd fyrir eignaspjöll með því að kveikja í jólageit IKEA í nóvember á síðasta ári. Hvert þeirra þarf að greiða 150 þúsund krónur í sekt sem rennur beint til ríkissjóðs. RÚV greinir frá.

Fólkið var handtekið við Grímsbæ á Bústaðavegi eftir að starfsmaður IKEA hafði séð til þeirra bera eld að geitinni. Hann veitti þeim eftirför og mætti lögregla þeim síðan á Bústaðavegi þar sem þau voru handtekin.

Maðurinn, sem var mjög ölvaður og angaði af bensínlykt, viðurkenndi strax í lögreglubílnum að hann hefði kveikt í geitinni. Hann var mjög ánægður með sig og taldi að hann hefði gert IKEA greiða með þessu en svona hefði verslunin fengið fría auglýsingu. Konurnar höfðu minna um málið að segja.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst aftur á móti að þeirri niðurstöðu að fólkið hefði allt átt jafnan þátt í íkveikjunni. IKEA krafðist þess að þau greiddu 1,7 milljónir í skaðabætur en í dómnum segir að ekki liggi fyrir mat á verðmæti geitarinnar, bótakrafa IKEA sé óljós og þar með vanreifuð. Var henni vísað frá dómi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing