Auglýsing

Þrjú kynferðisbrot á borði lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir Þjóðhátíð, búið að kæra eitt brot

Þrjú kynferðisbrot eru til rannsóknar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum eftir helgina. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar. Búið er að kæra eitt brotið.

„Lögreglu var tilkynnt um kynferðisbrot skömmu eftir miðnætti aðfaranótt laugardags á tjaldsvæði í Herjólfsdal. Aðilar þekkjast og var sakborningur handtekinn skömmu eftir tilkynningu til lögreglu. Kæra liggur ekki fyrir í málinu,“ segir í færslu lögreglunnar.

Eftir miðnætti aðfararnótt sunnudags var lögreglu svo tilkynnt um kynferðisbrot að morgni laugardags í heimahúsi. „Aðilar þekkjast og var sakborningur handtekinn skömmu eftir tilkynningu til lögreglu. Kæra liggur fyrir í málinu,“ segir í færslunni.

Loks var lögreglu tilkynnt um kynferðisbrot á tjaldsvæðinu í Herjólfsdal aðfaranótt sunnudags. „Aðilar þekkjast og var sakborningur handtekinn skömmu eftir tilkynningu til lögreglu. Kæra liggur ekki fyrir í málinu,“ segir í færslu lögreglunnar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing