Auglýsing

Þrjú skipti sem Gunnar Bragi kom okkur á óvart

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur komið okkur nokkrum sinnum á óvart undanfarið. Nútíminn tók saman þrjú skipti sem standa upp úr.

 

1. Þegar hann lét útgerðarmenn heyra það

Gunnar Bragi sagði í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni að það væri óheiðarlegt hvernig sumir útgerðarmenn hafa talað um ákvörðun Íslands um að styðja viðskiptaþvinganir gegn Rússum.

Hann sagði holan hljóm í því þegar útgerðarmenn tala um hag þjóðarinnar og gagnrýndi fullyrðingar útgerðarmanna um að 37 milljarðar séu í húfi þegar talan sé nærri tíu milljörðum. Þá kallaði hann eftir því að útgerðarmenn sýni samfélagslega ábyrgð.

2. Þegar hann sagði að það þyrfti að draga úr hvalveiðum

gunnar3

Gunnar Bragi sagði í viðtali á Bylgjunni mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Þá sagði hann að það þyrfti að draga úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi.

„Ef við horfum á stóru myndina og vegum og metum okkar hagsmuni þá kann að vera að það sé mikilvægt fyrir okkur að ná einhvers konar samstöðu um þessar hvalveiðar okkar. Það kemur ekki til greina að gefa það eftir að við megum sækja hval, við megum veiða hval,” sagði hann.

3. Þegar hann hélt ráðstefnu um jafnrétti og Emma Watson vitnaði í hann

gunnar1

Á fjórða hundrað tóku þátt í jafnréttisráðstefnu sem Ísland og Súrínam stóðu að í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í janúar. Hugmyndin var að virkja karla í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna.

Í opnunarávarpi sínu minnti Gunnar Bragi á, sem faðir fimm drengja, að væri það skylda sín að ala þá upp til að vera nytsamir og ábyrgðarfullir samfélagsþegnar.

„Forsenda heilbrigðs sambands karla og kvenna, hvort heldur sem vinir, vinnufélagar eða ættingjar, er að karlar geri sér grein fyrir hvað felist í því að vera karlmaður.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing