Auglýsing

Ungmenni stálu bleikum iPhone úr verslun Bleiku slaufunnar, hvött til að skila honum

Bleikum iPhone-síma var stolið úr Bleiku búðinni í Kringlunni á laugardaginn. Þar eru seldar bleikar vörum frá ýmsum verslunum verslunarmiðstöðvarinnar og rennur allur ágóði til söfnun Bleiku slaufunnar.

Atvikið náðist á öryggismyndavélar en þar sést að þrjú ungmenni, tvær stúlkur og einn piltur, taka símann ófrjálsri hendi og forða sér burt.

Í tilkynningu á Facebook-síðu Kringlunnar segir að þjófnaður sé alltaf alvarlegur en forsvarsmenn verslunarmiðstöðvarinnar telja að þarna hafi verið lágt lagst, þegar stolið er frá góðgerðasöfnun.

Ungmennin eru hvött til að sjá að sér og skila símanum til öryggisgæslu Kringlunnar. Geri þau þá er málinu lokið en annars verður það kært til lögreglu.

Hér má lesa um söfnunarátak Bleiku slaufunnar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing